Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að aðgengi að mörkuðum - 46 svör fundust
Niðurstöður

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Transparency International

Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum. Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...

Njóta Færeyjar einhverra tengsla við ESB gegnum samband sitt við Danmörku?

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndunum en eyjarnar tilheyra formlega Danmörku. Færeyjar eiga ekki aðild að Evrópusambandinu þar sem Landsþing Færeyja, æðsta stjórnvald landsins, ákvað að standa fyrir utan sambandið þegar Danmörk gekk í það árið 1973. Það voru einkum tveir þættir sem réðu...

Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?

Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenf...

Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?

Útgjöld Evrópusambandsins eru að langmestu leyti fjármögnuð með beinum framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin taka mið af vergum þjóðartekjum ríkjanna, virðisaukaskattstofni, innheimtum tollum og sykurframleiðslu. Stærstu og best stæðu aðildarríkin borga þannig mest í sjóði sambandsins. Ríkin sem greiddu mest í ...

Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?

Kaflinn um félags- og atvinnumál heyrir undir EES-samninginn og því hefur Ísland að mestu tekið upp þá löggjöf Evrópusambandsins sem varðar vinnumarkaðinn. Möguleg aðild Íslands að sambandinu hefði því ekki í för með sér miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Helstu breytingar yrðu þær að íslensk stjórnvöld f...

Yrði ódýrara að fljúga til útlanda ef Ísland gengi í ESB?

Nei, samkvæmt því sem Evrópuvefurinn kemst næst þá mundi aðild Íslands að Evrópusambandinu væntanlega hafa lítil sem engin áhrif á verðlag flugfargjalda til útlanda. Helstu breytingar sem fylgt gætu aðild yrðu á sviði loftferðasamninga en Ísland fengi sjálfkrafa aðild að þeim samningum sem framkvæmdastjórn ESB hef...

Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?

Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...

Hvað stendur í bókun 9 við EES-samninginn?

Bókanir við EES-samninginn nýtast til túlkunar á ákvæðum samningsins og eru mikilvægur þáttur í því að tryggja einsleita framkvæmd samningsins á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Fjallað er um eðli bókana við EES-samninginn í svari við spurningunni Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn...

Hvernig eru jólin haldin víðs vegar um Evrópu?

Orðið jól hefur ekki sama uppruna í öllum Evrópuríkjum. Sem dæmi má nefna að hið franska Noël kemur frá latneska orðinu natalis sem merkir fæðing. Enska orðið Christmas vísar til messu Krists sem haldin var af bresku lútherstrúarfólki í desember. Á þýsku er notað orðið Weihnacht sem merkir hin heilaga nótt. Jólin ...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?

Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra...

Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheeri...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: